Miðvikudagur, 1. október 2008
Straumur kaupir hlut í Landsbanka fyrir 55,4 milljarða
Straumur-Burðarás fjárfestingabanki og Landsbanki
Íslands hafa skrifað undir samkomulag um kaup Straums á meirihluta af erlendri starfsemi Landsbankans á sviði fyrirtækjaráðgjafar og verðbréfamiðlunar fyrir 380 milljónir evra, 55,4 milljarða króna.
Kaupin eru háð samþykki eftirlitsaðila í viðkomandi löndum. Straumur mun eignast Landsbanki Securities (UK) Limited og Landsbanki Kepler að fullu, og einnig 84% hlut Landsbankans í Merrion Landsbanki.
Kaupverðið er greitt með reiðufé, útgáfu víkjandi láns og sölu útlána. Eiginfjárstaða bankans er afar sterk eftir þessi viðskipti og er eiginfjárhlutfallið yfir 20%, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands.
Kaupin styrkja verulega starfsemi Straums á sviði fyrirtækjaráðgjafar og verðbréfamiðlunar í Evrópu. Hjá fyrirtækjunum sem um ræðir starfa alls um 680 manns í 9 Evrópulöndum auk Bandaríkjanna, sem þýðir að eftir kaupin starfa 1.200 starfsmenn í 18 löndum hjá Straumi og dóttur- og hlutdeildarfélögum bankans.
Fyrirtækin þrjú, sem samkomulagið lýtur að, búa að traustum viðskiptasamböndum og stórum hópi viðskiptamanna í öllum helstu fjármálamiðstöðvum Evrópu. Rétt eins og Straumur hafa þau einkum einbeitt sér að meðalstórum fyrirtækjum og lagt áherslu á staðbundna þekkingu og ráðgjöf. Samanlagt munu greinendur hinnar nýju samstæðu veita ráðgjöf um fjárfestingar í yfir eitt þúsund evrópskumfyrirtækjum," að því er segir í tilkynningu.
Samanlagðar tekjur fyrirtækjanna þriggja sem keypt eru námu á síðasta ári 232 milljónum evra. Samanlagður hagnaður þeirra fyrir skatt nam 30 milljónum evra.
William Fall, forstjóri Straums, segir í tilkynningu: Straumur hefur með þessu nýtt einstakt tækifæri sem bauðst til að auka umsvif bankans verulega, hasla honum völl á sviði fjárfestingabankastarfsemi og verðbréfamiðlunar á öllum helstu mörkuðum Evrópu og auka jafnframt vægi þeirrar starfsemi sem snýr að þjónustu við viðskiptavini.
Þetta er stórt skref fram á við fyrir bankann og samrýmist þeirri stefnu okkar að leggja aukna áherslu á þóknunartekjur og draga úr vægi langtímalánveitinga og eigin viðskipta í rekstrinum. Við teljum mikil verðmæti í því fólgin að veita þjónustu á grundvelli staðbundinnar sérþekkingar og ljóst er að fyrirtækin sem um ræðir, sem öll eru þekkt og mikils metin á starfssvæðum sínum, efla okkur verulega að þessu leyti."(mbl.is)
Viðræður voru í gangi um sameiningu bankanna en greinilegt er að aðilar hafa orðið áráttir um að stíga þetta milliskref,sem styrki báða aðila. Það kemur sér vel fyrir Landsbankann að fá 55,4 milljarða nú í lausafjárkreppunni en verulegur hluti er greiddur með reiðufé.
Björgvin Guðmundsson
Straumur eignast hluta Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Facebook
Athugasemdir
Glæsilegt ! núna þurfa þeir svo að bjóða 90 - 120 milljarða í 75% hlutinn sem ríkið ætlar að kaupa í Glitni og ríkið græðir uppí fjárlagatapið og allir ánægðir.
Sævar Einarsson, 1.10.2008 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.