Noregsdvöl 10 ára

Í dag eru 10 ár frá því ég fór til starfa í Noregi.Ég byrjaði störf í Osló 1.oktober 1998.  og settist þar að ásamt konu minni,Við bjuggum  á Oscarsgate,skammt frá konungshöllinni  en  ég starfaði í sendiráði Íslands,sem sendifulltrúi um 3 ja ára skeið.Sendiherra var Kristinn F. Árnason,mjög góður maður. Það var gott að vera í Osló og skemmtilegt að vinna í sendiráðinu.Synir okkar 6 komu allir í heimsókn til okkar í Osló,ásamt fjölskyldum sínum.

Ég hafði engan bíl fyrstu mánuðina,sem ég var í Osló.Ég  gekk því daglega í vinnuna  í sendiráðinu,sem var á  Stortingsgata.Gekk ég þvert yfir hallargarðinn á morgnana og heim á kvöldin. Var þetta hressandi göngutúr og gerði mér mjög gott. Ég hafði verið með  bakverki en þeir hurfu eins og dögg fyrir sólu við gönguferðirnar.Osló hefur tekið stakkaskiptum frá því sem áður var. Nú er borgin mjög eftirsótt ferðamannaborg og gefur Kaupmannahöfn ekkert eftir sem slík.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Björgvinsson

Til hamingju með 10 ára tímamótin!  Það var mjög gaman að koma í heimsókn til ykkar til Noregs héðan frá Finnlandi.  Fyrst kom ég einn i vétraleyfinu árið 1998, og fór ég þá með skipi og lest. En svo ókum við Pirjo alla leiðina til Ósló sumarið 2000, og auðvitað tókuð þið höfðinglega á móti okkur.  Kv. Björgvin

Björgvin Björgvinsson, 1.10.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband