Óróinn jókst við þjóðnýtingu Glitnis

Seðlabanki  og ríkisstjórn virðast hafa talið,að  kaupin á 75% hlut í Glitni mundi róa markaðinn.En það varð þveröfugt.Óróinn jókst.hlutabréf féllu og gengið hélt áfram að falla,meira en áður eða um 5% í gær og 5% í morgun.Ég tel,að  vinnuaðferðirnar við kaupin á hlut í Glitni hafi aukið óróann.Það var unnið að þessy með leifturhraða,m.a. að næturþeli eins og um myrkraverk væri að ræða,menn voru rifnir upp úr rúmunum um hánótt.Þetta  var eins og í kvikmynd en ekki í raunveruleikanum. Og hvers vegna lá svo mikið á.Jú það átti að róa markaðinn áður en opnað væri á mánudagsmorgun. En áhrifin voru þveröfug.--Erlendu matsfyrirtækin hafa í kjölfar þjóðnýtingarinnar lækkað lánhæfiseinkunn ríkissjóðs  og bankanna.Þjóðnýting Glitnis hefur ekki aukið tiltrú á fjármálamarkaðinn hér heldur þveröfugt.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband