Miðvikudagur, 1. október 2008
Kristinn: Kaupin á GLITNI ólögleg
Kristinn Gunnarsson alþingismaður sagði í kastljósi í kvöld,að hann teldi kaup Seðlabankans á 75% hlut í Glitni vera ólögleg.Það væri aðeins gert ráð fyrir því,að Seðlabankinn gæti veitt lán,þegar um lausafjárskort væri að ræða en ekki væri gert ráð fyrir,að Seðlabankinn gæti notað hluta af gjaldeyrisvarasjóðnum til hlutafjárkaupa eins og nú ætti sér stað.Eiginfjárstaða Glitnis hefði verið góð og ekki þörf á því að bæta hana með aðkomu ríkis eða Seðlabanka. Kristinn hvaðst telja,að fjalla yrði um mál þetta á alþingi.
Sigurður G.Guðjónsson hrl. tók í sama streng í Íslandi í dag á Stöð 2. Hann sagði,að um bankarán hefði verið að ræða.Hluthafar Glitnis mundu leita annarra leiða fram að hluthafafundi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.