Þorvaldur Gylfason vill stjórnarslit og nýjar kosningar

Þorvaldur Gylfason prófessor ritar  athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag. Þar ræðir hann m.a. þjóðnýtingu Glitnis. Hann segir,að  enga nauðsyn hafi borið til þess að fara þá leið.Eðlilegra hefði verið miðað við stöðu bankans, að Glitni hefði verið veitt víkjandi lán,sem breyta hefði mátt síðar í hlutafé ef  þörf hefði krafist þess. Hann segir,að það hafi verið mistök  hjá Glitni að snúa sér til Seðlabankans  miðað við afstöðu formanns bankastjórnar til  helstu  eigenda Glitnis.Seðlabankinn var því vanhæfur í málinu og Glitnir átti að snúa sér til ríkisstjórnarinnar. Þorvaldur segir Seðlabankann bera ábyrgð á  óhóflegum lántökum bankanna erlendis. Seðlabankinn brást eftirlitshlutverki  sínu. Hann átti að koma í veg fyrir miklar lántökur erlendis og auka bindiskyldu en ekki minnka hana. Þorvaldur segir alþingi geta rift    gerræðinu sem framið var.En til þess þarf Samfylkingin að rjúfa stíórnarsamstarfið,knýja fram kosningar strax og mynda nú þegar nýja stjórn með stjórnarandstöðunni til að sýna Sjálfstæðisflokknum í tvo heimana og hreinsa til í Seðlabankanum, segir Þorvaldur.Ég tel Þorvald   einn besta hagfræðinginn.sem nú er við störf hér.Hann er hámenntaður  og hefur ef til vill meira vit efnahagsmálum og peningamálum en nokkur annar hagfræðingur.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Er ekki nokkuð ljóst að stærsti hluti efnahagsvandans sem við erum í núna á upphaf sitt í efnahagsóstjórn fyrri ríkisstjórnar og stjórnleysi Seðlabankans gagnvart bönkunumog stýringu peningamála ?

Allavega það er ljóst að Samfylkingin á hér engan hlut að .

Sjálfstæðisflokkurinn á allan pakkann með aðstoð Framsóknar. 

Þá er það stóra spurningin :

Er Sjálfstæðisflokkurinn hæfur til áframhaldandi stjórnarsetu ?  Er ekki alveg bráðnauðsynlegt að ný ríkisstjórn verði mynduð til að hafa forystu til að vinna okkur útúr þeim griðarlega efnahagsvanda sem við blasir ?  Þjóðargjaldþrot heyrist í umræðunni, með vorinu- Það er horft til Samfylkingarinnar um forystu- hún hefur aflið...

Sævar Helgason, 2.10.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nokkuð ljóst að þessi ríkisstjórn ræður ekki við ástandið.  Aðalmálið hjá þeim er að komast inn í öryggisráðið, og allt kapp lagt á það, í stað þess að fara að snúa sér að fjárhagsstöðu landsmanna.  Ég er sammála nú er nóg komið.  Og í Guðsbænum hlífið manni allavega við að heilalaust fólk gapi um að nú sé lag á þjóðstjórn með Davíð Oddsson í forsvari.  Það á ekki að hræða fólk með slíkum hryllingssögum.  Burtu með karlinn, og þó fyrr hefði verið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband