Fimmtudagur, 2. október 2008
217 mill.kr til þess að tryggja lágmarksframfærslu lífeyrisþega
Ég leit í fjárlagafrumvarpið og athugaði hvað lágmarkframfærslutrygging lífeyrisþega kostaði ríkissjóð á næsta ári. Það eru 217millj.kr.
Það er aðeins lítill hópur,sem fékk einhverja hækkun vegna þessarar tryggingar.Og sumir fengu mjög lítið. Nokkrar hafa hringt til mín og skýrt mér frá því hvað þeir hafa fengið. Ein kona,sem hringdi fékk 1440 kr. hækkun á mánuði. Margir fengu ekkert og voru að leita skýringa á því.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég fékk ekki neitt . Ég er samt með 2 börn á framfæri.
Valgerður Ásta Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.