Fimmtudagur, 2. október 2008
Aðalhagfræðingur Seðlabankans ekki með í ráðum!
Hvorki aðalhagfræðingur Seðlabankans né staðgengill hans tóku þátt í að meta þjóðhagsleg áhrif þjóðnýtingar Glitnis eða áhrif hennar á fjármálakerfið.
Samkvæmt heimildum var málið í höndum bankastjórnar Seðlabankans og koma nöfn starfsmanna hagfræðisviðs bankans ekki fyrir á minnisblöðum um afleiðingar þjóðnýtingarinnar.
Heimildarmaður innan stjórnarráðsins bendir á að málið sé á ábyrgð forsætisráðuneytisins. Þegar spurt var hvort nöfn hagfræðinga seðlbankans kæmu fyrir á minnisblöðum um þjóðhagsleg áhrif og áhrif á fjármálakerfið, sagði heimildarmaðurinn að margir hagfræðingar hefðu komið að málinu. Hann vildi hins vegar ekkert segja um það hverjir það hefu verið. Þú verður að spyrja Seðlabankann," sagði hann.
Tveir bankastjórar Seðlabankans, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson eru hagfræðingar. Geir H. Haarde, forsætisráðherra er hagfræðingur og líka Tryggvi Þór Herbertsson, efnahgasráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Sama á við Bolla Þór Bollason, ráðuneytisstjóra í forsætisráðueytinu.
Starfsmenn Seðlabankans sátu í hádeginu fund sem bankastjórnin boðaði óvænt til. Þar fór Davíð Oddsson yfir þær opinberu upplýsingar sem fyrir liggja um Glitnismálið. Etir því sem komist verður næst, hnykkti hann á því að ákvarðanir hefðu verið teknar af ríkisstjórninni en ekki Seðlabankanum.
Síðan tíðindi bárust um þjóðnýtinguna, á mánudagsmorgun, hefur gengi krónunnar lækkað um 15 prósent.
Lánshæfismat ríkisins og allra banka hefur verið lækkað, raunar hefur Moody's ekki lækkað lánshæfiseinkunn ríkisins, en íhugar að lækka hana.
Þá hefur skuldartryggingaálag ríkisins rokið upp. Hafa má í huga að alls óvíst er um stöðuna til lengri tíma litið.(visir.is)
Miðað við þróu mála frá því þjóðnýting Glitnis átti sér stað virðist þetta hafa verið röng ákvörðun. Lánveiting hefði verið skynsamari.Úr því að aðalhagfræðingur Seðlabankans kom ekki að lausn málsins virðist málið eingöngu hafa verið í höndum bankastjóranna undir forustu Davíðs.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.