Laugardagur, 4. október 2008
DV:Davíð sveik Þorstein Má
Helgarblað DV,sem kom út í dag,segir á forsíðu,að Davíð Oddsson hafi svikið Þorstein Má,stjórnarformann Glitnis.Þorsteinn hafi farið á fund Davíðs og greint honum frá vanda Glitnis vegna erlendrar afborgunar um miðjan oktober (150 millj. evra,1/4 af framlagi Seðlabankans vegna hlutafjárkaupanna) án þess að fara fram á lán. En það næsta,sem hafi gerst hafi verið það að Þorsteini bárust boð um það ,að Seðlabankinn ætlaði að kaupa 75% í Glitni! Plagg barst þar sem stóð,að Seðlabankinn ( ekki ríkið)ætlaði að kaupa 75% í bankanum og voru stærstu hluthafar Glitnis beðnir að samþykkja þetta.Þetta kom Þorsteini alveg í opna skjöldu og hann var bugaður maður á eftir og taldi,að hann hefði brugðist hluthöfum Glitnis.Hreinn Loftsson lögmaður telur,að Seðlabankinn hafi ekki heimild til kaupa á hlutabfréfum og hafi aðeins leyfi til þess að lána. Hann og fleiri lögmenn telja gjörning Seðlabankans ekki standast lög. Eftir á virðist hafa verið reynt að bjarga málum í horn með því að segja að ríkisstjórnin hafi samþykkt þetta. En það liggur fyrir,að það er verið að nota gjaldeyrisvarasjóðinn,sem er í vörslu Seðlabankans til þess að kaupa hlutabréf í Glitni.Þessi ráðstöfun varð til þess að gengi krónunnar hrundi og hlutabréf einnig.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Facebook
Athugasemdir
Sammála bankarnir hika ekki við að gera almúgan gjaldþrota eiga einhver önnur lög við um hluthafa sem að svo borga einungis 10% skatt af því sem að þeir græða hels nú ekki.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.10.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.