Mánudagur, 6. október 2008
Fjárlög: 4,4 milljörðum meira til ellilífeyris og tekjutryggingar
Í frv. til fjárlaga fyrir árið 2009 kemur fram,að áætlað er að verja 29,1 milljarði kr. til ellilífeyris og tekjutryggingar ellilífeyrisþega.Er þetta 4,4 milljörðum meira en varið var í þennan málaflokk samkv. fjárlögum yfirstandandi árs.Sérstök uppbót á eftirlaun elli-og örorkulífeyrisþega nemur 217 millj.kr. Ellilífeyrir hækkar um 16,1% og tekjutrygging elllífeyrisþega hækkar um 18,2%.
.Verðbólgan er nú 14% á ársgrundvelli.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.