Ekki samið við lífeyrissjóðina í dag

Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segist telja alveg ljóst að ekki verði gengið frá samkomulagi við lífeyrissjóðina í dag um að sjóðirnir flytji heim hluta eigna sinna í útlöndum. Enn sé beðið eftir niðurstöðu úr viðræðum stjórnvalda og bankanna.

Hrafn segir, að aldrei hafi staðið til að ganga frá samningum við lífeyrissjóðina nema að það yrði hluti af víðtækari aðgerðum en enn liggi engin svör fyrir frá bönkunum um hlutdeild þeirra. 

Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna áttu fund með fulltrúum fjármálaráðuneytisins, Seðlabankanum og fjármálaeftirlitsins fyrir hádegi. Farið var yfir aðgerðaáætlun lífeyrissjóðanna.

Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa lýst sig tilbúna að flytja um 200 milljarða af eignum sjóðanna erldis til landsins til að styrkja gjaldeyrisforða að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, m.a. að bankarnir selji eitthvað af eignum sínum í útlöndum

Lífeyrissjóðrirnir eru því í biðstöðu á meðan beðið er eftir niðurstöðu úr viðræðum stjórnvalda við bankana.(mbl.is)

Eðlilegt er,að lífeyrissjóðirnir vilji hafa allt sitt á hreinu áður  en þeir láta  fé af hendi. Þeir eru allir af vilja gerðir en það virðist standa á bönkunum.Ef til vill skýrist í ávarpi Geirs hvernig málin standa.

Björgvin Gumundssonð

Fara til baka T


mbl.is Ekki samið við lífeyrissjóði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband