Mánudagur, 6. október 2008
Jóhanna: Heimilin varin eins og kostur er
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að Íbúðalánasjóður muni taka yfir bæði innlend og erlend fasteignalán sem bankarnir hafa veitt. Með því geti bankarnir ekki gengið að heimilum.
Það sé meginverkefni ríkisstjórnarinnar að verja heimilin eins og kostur er. Íbúðalánasjóður fái víðtækari heimildir svo hann geti aðstoðað fólk í greiðsluerfiðleikum.(ruv,is)
Það er fagnaðarefni,að ríkisstjórnin ætli að verja heimilin eins og kostur sé á. Margir eiga í miklum greiðsluerfiðleikum vegna falls krónunnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.