Þriðjudagur, 7. október 2008
Davíð lætur ljós sitt skína
Allur kastljósþáttur RUV í kvöld var lagður undir viðtal við Davíð Oddsson.Ekkert annað var í þættinum.Ljóst er að RUV hlýðir þegar ríkisvaldið kallar.Davíð lét gamminn geysa og var ómyrkur í máli um það hverjum væri um að kenna hvernig komið væri bankakerfinu.Það var útrásinni og útþenslu bankanna að kenna.Hann kallaði sökudólgana brennuvarga og hina slökkvilið,sem reynt hefðu að slökkva eldana.Hann sagði,að landsmenn ættu ekki að greiða skuldir bankanna erlendis.Bankarnir yrðu sjálfir að bera ábyrgð á þeim.Það mundi ef til greiðast 5-10% af þessum erlendu skuldum en meira ekki.
Þorvaldur Gylfason prófessor hefur margoft bent á,að það hafi verið Seðlabankinn,sem átti að hafa eftirlit með því að bankarnir stofnuðu ekki til of mikilla skulda erlendis.Hann segir,að Seðlabankinn hafi haft heimildir til þess að koma í veg fyrir eða stöðva of miklar lántökur erlendis. En Seðlabankinn notaði ekki þessar heimildir.Hann horfði aðgerðarlaus á bankana auka skuldsetningu sína og umsvif erlendis þar til um margfalda þjóðarframleiðslu var að ræða.Það má því segja,að Seðlabankinn beri hér mikla sök á því hvernig komið er og að sjállfsögðu Fjármálaeftirlitið einnig og eigendur og stjórnendur bankanna.Það er augljóst,að farið var alltof geyst í útrásina og útþenslu bankanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já nú stígur Davíð fram sem einhvers konar vinur litla mannsins. Ber af sér allar sakir um að eiga einhvern þátt í þessu skelfingarástandi. Hann markaði þessa stefnu þjóðarinnar fyrst sem Forsætisráðherra og lofaði þá mikið þessa glæsilegu banka, síðan tekur hann við í Seðlabankanum og klúðrar þar málum allrækilega. En einhvern veginn að hans mati þá er hefur hann engan þátt tekið í að kaffæra þjóðinni svona, heldur hefur hann aðeins verið að vara við öllu helvítis ástandinu.
Menn kunna ekki að skammast sín.
Jón Gunnar Bjarkan, 8.10.2008 kl. 00:08
Það má rétt ímynda sér umræðuna um valdníðslu Davíðs ef Seðlabankinn hefði beitt slíkum heimildum þegar allir voru í útrás og allir að græða. Þá fyrst hefði Davíð verið úthrópaður sem hatursmaður ákveðinna aðila. Fjölmiðlar á jötunni hefðu dansað glaðir með í þeim leik.
Miðað við alla gagnrýnina sem Davíð hefur fengið á sig undanfarið í ríkisfjölmiðlum og annars staðar finnst mér ekki mikið að hann fái eins og einn Kastljósþátt til að útskýra sín sjónarmið. Hann gerði það reyndar frábærlega þó ekki tækist honum alveg að sannfæra mig um að krónan gæti nýst sem framtíðargjaldmiðill Íslendinga.
Finnur Hrafn Jónsson, 8.10.2008 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.