Miðvikudagur, 8. október 2008
FME tekur yfir Glitnir
Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir rekstur Glitnis og skipað skilanefnd um rekstur bankans. FME segir að þetta sé gert til að tryggja fullnægjandi innanlandsstarfsemi bankans og stöðugleika íslensks fjármálakerfis. Stjórn Glitnis hefur verið boðuð til fundar í höfuðstöðvunum á Kirkjusandi kl. 8.30.
Þorsteinn Már Baldursson, stjórnarformaður Glitnis, segir stjórnina hafa óskað eftir því bréflega í fyrrakvöld að FME nýtti sér nýfengnar heimildir í lögum til að flýta fyrirhuguðum hluthafafundi þar sem samþykkt yrði að auka hlutafé félagsins um 600 milljónir evra í samræmi við hlutafjárloforð ríkisins.
Fjármálaeftirlitið hafi ekki svarað þessari málaleitan. Vegna þessa gat ekki orðið af innborgun hlutafjárins í gær. Með því varð ljóst að skilyrði laganna um skilanefnd ættu við.
Glitnir tilkynnti seint í gærkvöld að starfsemi bankans yrði óbreytt, öll bankaútibú opin og þjónusta með hefðbundnum hætti. Lárus Welding yrði áfram forstjóri og engar breytingar yrðu á starfsmannahaldi.(ruv.is)
Allt stefnir nú í það,að ríkið stofni nýjan banka,1 eða 2 um innlendan rekstur Landsbanka og Glitnis en erlenda starfsemin verði látin fara í þrot.Þetta sýnist skynsamleg leið,,þar eð ríkið getur ekki ábyrgst allar erlendar skuldir bankanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.