Ekki kemur til greina að skerða greiðslur úr lífeyrissjóðum

Lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest mikið erlendis og hér heima á undanförnum árum. Þeir hafa yfirleitt hagnast vel á þessari fjárfestingu og stundum hafa þeir grætt mikið. En þess hefur ekki orðið vart,að lífeyrissjóðirnir hafi  hækkað lífeyrisgreiðslur til  lífeyrisþega þó sjóðirnir hafi grætt mikið.En það stendur ekki á fulltrúum lífeyrissjóðanna að boða skerðingu á lífeyri,þegar lífeyrissjóðirnir tapa á fjárfestingum sínum.En það kemur ekki til greina að skerða lífeyrisgreiðslur þó  sjóðirnir hafi tapað einhverju á fjárfestingum. Sjóðirnir geta borið tapið á sama hátt og þeir hirtu gróðann.

 

Björgvin Guðmundsson 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll Björgvin. Ég held ég verði að taka undir með þér í þessu. Það fara litlar sögur um aukinn lífeyri þegar þeir hirða alla milljarðana í hagnað þegar þannig árar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.10.2008 kl. 21:10

2 identicon

Sammála. Við verðum standa vörð um áunnin lífeyrisréttindi okka. Það verður að beita öllum ráðum til að stövða svona hugsunarhátt.

Sjóðirnir eru afar sterkir og það er ekki komið að hættumörkum. Mun skerðing sem ekki má verða, einnig virka á laun stjórnenda?

IGÞ (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband