Föstudagur, 10. október 2008
Orð eru dýr
Skúli Helgason framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar segir að sjaldan hafi orð valdið jafnmiklum skaða í íslensku samfélagi en þau orð sem Davíð Oddsson lét falla í eftirminnilegum Kastljósþætti í vikunni. Hann segir skaðann hlaupa á þúsundum milljarða króna.
Skúli ritar pistil á heimasíðu Samfylkingarinnar undir fyrirsögninni, Orð eru dýr. Þar veltir hann fyrir sér hvernig þetta allt saman gat gerst og segir spjótin beinast að samskiptum breskra og íslenskra stjórnvalda og misskilning sem einstök ummæli íslenskra ráðamanna virðast hafa valdið í Bretlandi."
Þá er ljóst að yfirlýsingar Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra í Kastljósþætti á þriðjudagskvöld virkuðu sem olía á eldinn en þar gaf hann til kynna að erlendir lánadrottnar Landsbanka og Kaupþings myndu tapa lunganum af sínum kröfum," skrifar Skúli.
Jafnframt þarf að endurskoða peningamálastefnuna á Íslandi, horfast í augu við þá augljósu staðreynd að minnsti gjaldmiðill í heimi á ekki framtíð fyrir sér í hnattvæddum heimi og setja stefnuna á myntbandalag Evrópu til að ýta hér undir stöðugleika til framtíðar," skrifar Skúli ennfremur.(visir.is)
Ekki er víst hvort vegið hefur þyngra það sem Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði í símtali við breska starfasbróður sinn eða það sem Davíð Oddsson sagði í umræddum kastljósþætti. En svo virðust sem hvort tveggja hafi haft mikil áhrif.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.