Gordon Brown óvirti Ísland.Íslenska ríkið nær skuldlaust erlendis

Gordon Brown,forsætisráðherra Breta,sagði í viðtali við breska fjölmiðla,að Ísland væri gjaldþrota.Geir Haarde forsætisráðherra,hefur svarað þessu á blaðamannafundi hér heima og sagt,að þetta væri fráleit yfirlýsing. Íslenska ríkið væri nánast skuldllaust og Íslendingar ættu miklar auðlindir.Íslenska  ríkið stæði við allar sínar skuldbindingar.Enginn annar forsætisráðherra hefur látið slík ummæli frá sér fara um Ísland eins og Brown gerði.Breski forsætiráðherrann hefur sýnt Íslendingum mikla óvirðingu með  ummælum sínum og með því að beita hryðjuverkalögum gegn Íslendingum. Það verður lengi að gróa að fullu milli landanna.Íslenska ríkið ber að sjálfsögði ekki ábyrgð á öllum fjárskuldbindingum einkafyrirtækja  ekki frekar en að breska ríkið taki ábyrgð á öllum fjárskuldbindingum breskra einkafyrirtækja.
Björgvin Guðmundsson 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband