Laugardagur, 11. október 2008
Græðgisvæðingunni lokið
Undanfarin ár,eða allt frá því einkavæðing bankanna hófst hefur ríkt hér græðgisvæðing og gróðahyggja.Stjórnendur bankanna og stórra fyrirtækja hafa lagt höfuðáherslu á það að græða sem mest og þeir hafa aldrei verið ánægðir með gróðann.Þeir hafa alltaf vilja græða meira og meir.Í þessu skyni var alltaf verið að kaupa ný og ný fyrirtæki hér og erlendis.Bankarnir l0gðu meiri áherslu á brask með verðbréf og hlutabréf en að þjóna viðskiptavinum sínum.Hið sama er að segja um öll helstu stórfyrirtæki í landinu.Stjórnendur fyrirtækjanna tengdu laun sín við afkomu fyrirtækjanna og skömmtuðu sér ofulaun. Það varð þeirra hagur að fyrirtækin tækju sem mesta áhættu og græddu sem mest.En nú er þessu tímabili að mestu lokið.Græðgisvæðingin er komin í þrot.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.