Sunnudagur, 12. október 2008
Ísland fái lán hjá IMF án skilyrða
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir það sína skoðun, að Ísland eigi að sækja um stuðning Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ólíklegt væri á þessu stigi að sjóðurinn setti of ströng skilyrði fyrir stuðningi.
Niðurstaða mín er sú að ef við óskum eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni aðrir seðlabankar og aðrar þjóðir renna í þá slóð, þannig að hér eiga að vera mjög tryggir möguleikar á að ná aftur upp gjaldeyrismarkaði á tiltölulega skömmum tíma, treysta gengið og fara í umtalsverða vaxtalækkun í framhaldinu, sagði Össur.
Að mati hans yrði einnig mjög athyglisvert ef Íslendingar yrðu fyrsta ríkið sem færi inn í aðstoðaráætlun Japana um lán úr 1000 milljarða dollara gjaldeyrisvarasjóði.( mbl.is)
Ég tel,að Ísland eigi að sækja um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) en við getum ekki samþykkt nein ströng skilyrði eins og hallalausan ríkisrekstur.Það er talsverður halli á fjárlagafrv, og við verðum að hafa slíkan halla til þess að geta haldð uppi öflugu vekferðarkerfi og aukið framkvæmdir og atvinnu nú þegar ýmislegt dregst saman vegna fjármálakreppunnar.
Björgvin Guðmundsson
Ísland á að sækja um stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Björgvin, ég er sammála þessu eins og þú setur þetta fram "að samþykkja engin ströng skilyrði". En vandamálið eins og Ragnar Önundarson sagði í Silfrinu að eitthvað af þessum skilyrðum er nú þegar komið fram t.d. að við semjum við Breta. Ragnar taldi þetta óaðgengileg skilyrði. Verðum við ekki bara að þyggja lánið frá Rússum og herða beltisólina um eitt eða tvö göt? Við erum með nóg af mat í landinu og kannski má eitthvað af prjálinu missa sig um tíma. Mér líst betur á það en að hengja barnabörnin um ókomin ár í skuldaól. Við eigum góðar auðlindir og þetta er ekki svo svart ef við fáum lánið frá Rússum á góðum kjörum.
Sigurður Þórðarson, 12.10.2008 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.