Sunnudagur, 12. október 2008
Morgunblaðið og Fréttablaðið sameinast!
Samkomulag hefur náðst milli Árvakurs og 365 um að 365 eignist 35% í Árvakri.Pósthúsið verður aðili að samstarfinu. Eftir þessa breytingu verður dreifing blaðanna á einni hendi.Hér er merkilegt skref stigið. Mbl. og Fréttablaðið hafa verið aðalkeppinautarnir á dagblaðamarkaðnum. Að vísu mun sjálfstæði ritstjórna blaðanna haldast.Það vaktu mikla athygli á sínum tíma þegar Þorsteinn Pálsson var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Hann er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Þótti mörgum þá Fréttablaðið færast verulega nær Mbl. En Þosteinn hefur verið mjög sjálfstæður ritstjóri.Fróðlegt verður að sjá hvert framhaldið verður í þessari þróun.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.