Sunnudagur, 12. október 2008
Kapitalisminn brást
Kapitalisminn hefur brugðist.Það blasir við þegar horft er á fjármálakreppuna um allan heim.Heimurinn er að koma út úr skeiði óhefts markaðsbúskapar og auðvaldsskipulags.Það hefur verið í tísku að einkavæða og úthúða ríkisafskiptum. Markaðurinn átti allt að leysa.. En markaðurinn brást. Auðvaldsskipulagið brást. Meira að segja Bush forseti varð að viðurkenna þetta. Hann sagði,að markaðurinn hef'i brugðist og þess vegna yrði ríkið að koma til skjalanna og veita stórri upphæð til aðstoðar fjármálastofnnunum í Bandaríkjunum.Þróunin hefur verið sú sama hér og erlendis. Hér heimtuðu menn skefjalausa einkavæðingu. Meira að segja ríkisfyrirtæki sem voru mjög vel rekin eins og síminn voru einkavædd.
Eftir heimskreppuna 1929 komu Sameinuðu þjóðirnar á fót stofnunum eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabakanum,sem áttu að koma í vega fyrir að mannkynið þyrfti nokkurn tímann að nýju að ganga í gegnum svo mikla kreppu.Fjármálakreppan nú er ekki eins alvarleg og heimskreppan 1929. Og vonandi tekst með íhlutun ríkisvaldsins að koma í veg fyrir að svo verði.Öll helstu iðnríki heims hafa náð samkomulagi um að verja miklum fjármunum til þess að rétta fjármálakerfi heimsins við. Vonandi dugar það til viðbótar því mikla fjármagni,sem Bandaríkin höfðu áður ákveðið að verja í þessu skyni.
Kommínisminn brást í Austur Evrópu. Kapitalisminn hefur einnig brugðist. Jafnaðarmenn boða blandað hagkerfi,það besta úr báðum kerfum, sósialisma og kapitalisma.Markaðsbúskapur með miklu eftirliti ríkisins,öflugu velferðarkerfi og réttlátu skattakerfi er besta kerfið. Það hafa jafnaðarmenn á Norðurlöndum sýnt.Velferðarríkin á Norðurlöndum eru hin bestu í heimi.
Björgvin Guðmundss
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér!
Það er hins vegar ekki hægt að segja annað en við séum með blandað hagkerfi hér á landi og það brást þá líka. Það var því ekki auðhyggjan sem slík sem klikkaði, heldur brást var að setja "græðginni" - sem er því miður manninum eðlislæg og ekki hægt að útiloka frekar en kynhvötina, hungrið - reglur. Það var hinn eiginlegi markaðsbrestur.
Það eru alltaf þessir annmarkar mannanna, sem eyðileggja öll góð hugmyndakerfi, hvort sem það er kommúnisminn eða kapítalisminn. Það er hárrétt hjá þér að hið blandaða hagkerfi nýtir kosti beggja kerfa með því að láta ríkið leiðrétta markaðsbrestina.
Það er hins vegar munur á því hvort maður leiðréttir markaðsbresti í auðhyggjukerfi eða hvort maður leyfir markað í félagslegu kerfi. Ég aðhyllist fyrri kostinn. Norrænu ríkin voru á sínum tíma á sömu leið og Júgóslavía - þ.e.a.s. í seinni kostinn - en sáu að sér og völdu fyrri kostinn, þegar þau sáu að sósíalisminn virkaði ekki.
Síðan er þetta bara spurning um fínstillingu, hversu mikið félagslega kerfi maður vill og um það snúast í raun stjórnmál á Íslandi.
Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur - til vinstri eða hægri - aðhyllist taumlausa frjálshyggju líkt og í Bandaríkjunum eða taumlausa félagshyggju líkt og á Kúbu.
Við erum bara mismiklir "hægri kratar".
Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.10.2008 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.