Brutu ráðamenn bankanna af sér?

Norðmenn gengu í gegnum svipaða bankakreppu og við fyrir allmörgum árum. Þeir tóku málið  föstum tökum. Ríkið yfirtók einhverja banka og rannsakað var mjög ítarlega hvort einhverjir ráðamenn bankanna hefðu brotið af sér. Svo reyndist vera í Noregi.Þeir voru látnir svara til saka.

Seðlabankastjóri kallaði ráðamenn viðskiptabankanna óráðsíumenn í kastljósi nýlega. Þessu mótmælti Kjartan Gunnarsson fyrrv, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins harðlega á fundi í Valhöll í gær, Það þarf ekki síður hér en í Noregi að rannsaka hvað fór úrskeiðis hjá bönkunum.Skuldir bankanna erlendis voru orðnar svo miklar að þær hefðu getað valdið þjóðargjaldþroti, ef ríkið hefði ekki gripið til ráðstafana. Hvar var eftirlit Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins?

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband