Egill Helgason varð sér til skammar

Egill Helgason réðst með óbótaskömmum á  Jón Ásgeir í Silfri Egils í dag. Agli var svo mikið niðri fyrir,  að Jón Ásgeir fékk        ekki  að komast að til þess að svara fyrir sig. Egill Helgason sagði, að Jón  Áseir  og Baugur hefðu sett Ísland á hausinn. Egill kenndi Jóni um gjaldþrot allra bankanna. Hvers vegna var Egill að fá Jón Ásgeir í þáttinn. Hann  hefði i alveg eins getað talað við sjálfan  sig  í þættinum.

 Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Egill endurspeglaði þarna bara það sem flestum Íslendingum finnst og þar sem mestöll heimspressan hefur verið að tala um undanfarna daga. Ég myndi ganga með hauspoka ef ég væri einn af þessum mönnum.

það hafa alltaf verið gráðugir fjárglæframenn og sókn í fjárhættuspil er einn af smíðagöllum mannkyns. Hins vegar var þannig umhverfi síðustu árin að svoleiðis mönnum var umbunað og þeir hófust á stall. við þurfum að greina betur hvað gerðist. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.10.2008 kl. 14:30

2 identicon

Egill var í hlutverki hins almenna borgara, með puttann á lofti og með "chaos" í höfðinu.

JÁJ mætti, hanní raun og veru mætti.

Ég veit ekki hvað manni á að finnast um það.

Er það yfirgengilegur hroki eða samviskusemi?

JÁJ sem byggingastjóri spilaborgarinnar ætti þó að bera ábyrgð á að hún hrundi við smá jarðskjálfta...

Ekki hefur byggingin verið traust þó tilgangurinn hafi verið góður.

Kjartan (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Tek undir með Salvöru. Reiði Egils er skiljanleg og vont ef hún hefði ekki komið fram. Hverjir ættu að skammast sín í þessum aðstæðum. Þú ert að gera aukaatriðin að aðalatriðinum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2008 kl. 16:34

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Helsti ókostur Egils sem þátastjórnanda er sá að alltaf þegar menn eru að nálgast kjarna mála þá grípur hann fram í fer í aðrar áttir, það er oft eins og að hann vilji ekki að menn nálgist kjarnann um of og velti frekar fyrir sér skelinni, hef margoft horft upp á þetta hjá honum á undanförnum árum, ekki bara í þesum þætti. Þetta er reyndar plagsiður fleyri.

Georg P Sveinbjörnsson, 12.10.2008 kl. 17:35

5 Smámynd: Johann Trast Palmason

Aldrei aftur X-D.

Johann Trast Palmason, 12.10.2008 kl. 18:23

6 identicon

Ég er alveg sammála þér Björgvin.

En Ólafur ég held að þú ættir að læra stafsetningu áður en þú svarar bloggfærslum. Alveg eins og Egill verður að læra mannasiði. Ég er einnig sammála Sigurbjörgu í því að Jón Ásgeir sýndi manndóm að mæta og kom mjög vel út úr þessu viðtali, alveg róllegur allan tíman en Egill sleppti sér.

Ég átti ekki von á því að Jón Ásgeir yrðir kóngurinn eftir þetta og Egill hirðfíflið.

Jóhanna Lilja Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 19:41

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ekki spurning, Egill missti stjórn á sér og opinberaði barnið í sér í vinsældakapphlaupi. Ætlaði að slá sig til riddara meðal þjóðarinnar með því að taka Jón Ásgeir af lífi í beinni. Aumkvunarverð tilraun til að upphefja sig.

Haukur Nikulásson, 12.10.2008 kl. 20:18

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Björgvin: Sem Sjálfstæðismaður (hægri krati) hef ég oft verið sammála þér, en núna er ég algjörlega hneykslaður.

Egill var að tjá hug "þjóðarsálarinnar", "bolsins"!

Þú ert eins og á eyðieyju. Ég heyrði svipaðar skoðanir í gær á fundi sjálfstæðismanna í mínu sveitarfélagi.

Þú ert Samfylkingarmaður - en þeir sem ég var ósammála í gær voru sjálfstæðismenn! Hvar á ég þá eiginlega heima í flokki með mínar skoðanir: Þessir menn skulu axla ábyrgð!

ÉG GENG EKKI Í VINSTRI GRÆNA TIL AÐ RÉTTLÆTINU VERÐI NÁÐ FRAM!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.10.2008 kl. 20:48

9 Smámynd: Calvín

Stundum held ég að Guðir ykkar Samfylkingarmanna séu Baugsfeðgarnir. Alveg eins og Guðir sumra Sjálfstæðismanna voru Björgólfsfeðgar. Alveg sama hvað sagt er og hvað þessir fjárglæframenn gera eða gera ekki - allt er það öðrum að kenna. Verði ykkur að góðu.

Calvín, 12.10.2008 kl. 21:05

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Kapítalisminn hefur það að frumsetningu að maðurinn sé „eigingjarn og hámarkandi“ en lofar að virkja þann löst þ.e. „græðgina“ öllu samfélaginu til hagsbóta. Nýfrjálshyggjan vildi gefa fremstu þátttakendum í leik kapítalismans lausari tauminn en nokkru sinni hefur áður verið gert - og gerði auðvitað ráð fyrir að allir menn væru fyrst og síðast „eigingjarnir og hámarkandi“.

Þegar kerfið sem Davíð byggði upp og Hannes Hólmsteinn lagði til hugmyndafræði að hrynur nú, þýðir ekkert að kenna þeim leikmönnum um sem stóðu fremstir í leiknum sem kerfið bauð til. Kerfið þvert á móti krafðist þeirra og lofaði okkur að sjá um að virkja árangur þeirra öllum til góðs. Reyndar skyldi hin ósýnilega hönd markaðskerfisins í senn miðla hagsældinni og hafa taumhald á spilurunum. Við settum lægstu fyrirtækjaskatta í vesturheimi beinlínis til að fyrirtækin/bankarnir færu ekki úr landi og undir þessum kenningum.

Þegar nú hefur orðið kerfishrun þá geta hönnuðir „leiksins“ og byggingameistara kerfisins ekki bent á fremstu leikmennina og lýst þá ábyrga - fremstu þáttakendurinir gerðu það sem kerfið ætlaðist til af þeim - voru „eigingjarnir og hámarkandi“ fremur öllum öðrum - gerðu allt til að græða eins og til var ætlast og lög og reglur leyfðu þeim, - það var þeirra hlutverk.

Það er kerfið sem setti reglurnar og byggði á „græðginni“ og byggingameistarar þess sem bera ábyrgðina en ekki þeir sem voru öðrum fremri í að spila leikinn eins og til var ætlast. Það var þeirra hlutverk og burðarstoðir kerfisins að þeir gerðu það. Því var lofað að kerfið skyldi sjá til að allir nytu góðs af og enginn gæti skemmt leikinn - leikurinn væri eilífðarvél sem malaði okkur gull. Þeir sem byggðu þetta mikla kerfi en kusu meðvitað og vitandi vits að hafa bara sand undir því - þeir bera ábyrgðina.

Gordon Brown hafði þó rétt fyrir sér um það þegar hann sagði íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á að setja bönkunum reglur og hafa eftirlit með þeim.

Helgi Jóhann Hauksson, 12.10.2008 kl. 21:22

11 identicon

Ég er nokkuð sammála þér varðandi þetta viðtal.  Við skulum láta liggja milli hluta hvað þessir menn kannski hafa á samviskunni, en þegar þeir koma eins og Jón Ásgeir í viðtal, þá finnst mér það þakkarvert og jafnframt sýnir það mér að maðurinn er hugrakkur. Hitt er svo annað mál að ég get með engu móti séð hvernig er hægt að fá einhvern í viðtal og spyrill þáttarins er með eintal. Hann var fullur heiftar og haturs út í Jón og Jón fékk ekki að svara nema að mjög takmörkuðu leyti því sem hann var spurður um. Reyndar finnst mér þetta loða ansi mikið við fjölmiðlafólk yfir höfuð að þykjast vita meira um hlutina en viðmælendur þeirra og það er mikil afturför ef fólk fær ekki að tjá sínar skoðanir fyrir spurningaflóði sem engu skilar. Menn standa eftir sem áður með fleiri spurningar en svör við því sem á stað var lagt með. Semsagt að fá eitthvað af viti útúr viðmælandanum.

Og sakir Þess að menn hnýta nú í alla sem að einhverju leyti hafa lagt það á sig að vera í þessari svokölluðu útrás, þá þarf ekki annað en skoða hvað þorri Íslendinga hefur verið að gera undanfarin 15 ár, allir vildu græða en það fór bara svona og við getum ekki verið að reyna að finna einhvern sökudólg í augnablikinu. Við verðum að standa saman öll sem einn maður og reyna okkar besta. Hitt er seinnitíða vandamál. Þá meina ég að finna einhverja sökudólga.

Lifið heil

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:25

12 identicon

Ég er sammála þér Salvör Egill endurspeglaði reiði þjóðarinnar gagnvart tuttugumenningunum sem hafa seyy Ísland á hausinn.

Björgvin afstaða þín kemur ekki á óvart, þið Samfylkingarmenn hafið alltaf tekið stöðu með Baugsmönnum, sama hvað þeir hafa gert.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:35

13 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hetjur iðu um héruð o.s.frv.  Íslendingar voru stoltir af "strákunum okkar" víkingunum sem lögðu næstum heiminn að fótum sér.  Svo kom andbyr og Gróa á Leiti fór á stjáinn.  Frænkur hennar Öfundin, Afbrýðissemin, Dylgjan og fleiri slógust í lið.  Nei, nú skal verða gaman, nú skulu hausar fjúka af fókinu sem gerðu það sem mig langaði til að hafa gert ef bara ég hefði þorað...

Sigurbjörn Friðriksson, 12.10.2008 kl. 21:43

14 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Akkurat svona var við að búast af þér minn kæri. 

Ef einhver , sem gæti hugsanlega berið óvinur Davíðs. fær ofanígjöf, skítt með,a viðkoamandi hafi logið,. svikið og prettað innan bankakerfisins, Glitnir og LAndsinn.

Skítt með það.

Höggvum að einhverjum öðrum, og þáseíílagi þeim sem vildu koma á Fjölmiðlalögum.

Þeir hjuggu að rótum okkar Kratana, emð Ólaf fyrrum komma og Framsóknarmann í for grunni.

Farðu nú að hætta þessu þetta er að verða of áberandi hj´aþer.

Semsagt

Dári leggðu af vopnin. þau bíta ekkert

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 12.10.2008 kl. 21:59

15 Smámynd: Stefán Stefánsson

Sammála þér Björgvin. Egill lét eins og bjálfi og ekki í fyrsta sinn, en samt er gaman að honum, þó að hann kunni ekki mannasiði.

Jón var ótrúlega rólegur og ólíkt sumum öðrum í þessum bransa þá fæddist hann ekki með silfurskeið í munninum. Hann stóð sig vel og ég vona að við fáum að kaupa ódýrar vörur í Bónus um ókomna tíð.

Stefán Stefánsson, 12.10.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband