Mánudagur, 13. október 2008
"Hann var fullur heiftar og haturs út í Jón"
Ég bloggaði nokkur orð um viðtal Egils Helgasonar við Jón Ásgeir í Silfri Egils í dag. Ég sagði ekkert um efnisatriði,heldur gagnrýndi framkomu Egils við Jón Ásgeir.
Baldvin Baldvinsson svaraði bloggi mínu á þessa leið:
Ég er nokkuð sammála þér varðandi þetta viðtal. Við skulum láta liggja
milli hluta hvað þessir menn kannski hafa á samviskunni, en þegar þeir koma
eins og Jón Ásgeir í viðtal, þá finnst mér það þakkarvert og jafnframt
sýnir það mér að maðurinn er hugrakkur. Hitt er svo annað mál að ég get með
engu móti séð hvernig er hægt að fá einhvern í viðtal og spyrill þáttarins
er með eintal. Hann var fullur heiftar og haturs út í Jón og Jón fékk ekki
að svara nema að mjög takmörkuðu leyti því sem hann var spurður um. Reyndar
finnst mér þetta loða ansi mikið við fjölmiðlafólk yfir höfuð að þykjast
vita meira um hlutina en viðmælendur þeirra og það er mikil afturför ef
fólk fær ekki að tjá sínar skoðanir fyrir spurningaflóði sem engu skilar.
Menn standa eftir sem áður með fleiri spurningar en svör við því sem á stað
var lagt með. Semsagt að fá eitthvað af viti útúr viðmælandanum.
Ég geri framangreind orð að mínum. Egill var fullur heiftar út í Jón.Hann hefði aldrei komið svoina fram við Björgólf Guðmundsson.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.