Er Jón Ásgeir syndaselurinn?

Viðtal Egils Helgasonar við Jón Ásgeir í gær var mjög undarlegt. Egill virtist staðráðinn í því að negla Jón Ásgeir sem einhvern allsherjar blóraböggul vegna  misjafnra  bankastjórnenda og  útrásarliðs.Egill lét skammirnar dynja á Jóni Ásgeiri  og hleypti honum ekki að til þess að svara..

Er er Jón Ásgeir aðal syndaselurinn.Er unnt að kenna honum um ófarir bankanna. Lítum á feril Jóns.  Jón Ásgeir  byrjaði að vinna hjá föður sínum í Bónus  sem  ungur drengur og unglingur.Þeir fegðar byggðu upp   Bónus verslanirnar á Íslandi.Þeir fengu ekkert upp í hendurnar.Þegar Bónus keðjan var farin að skila góðum hagnaði hóf Jón Ásgeir fjárfestingu erlendis  og Baugur var  stofnaður. Það fyrirtæki óx mjög hratt.Útrásin var búin að standa lengi,þegar Jón Ásgeir kom að Glitni sem hluthafi og stjórnarmaður.Honum verður  ekki  kennt   um ofvöxt bankanna.  Agli hefði verið nær að ræða við ráðamenn Landsbanka og Kaupþings og fyrrum ráðamenn Glitnis.Þeir bera ábyrgðina og svo þær eftirlitsstofnanir sem brugðust,Seðlabanki og Fjármálaeftirlit.Það var út í hött þegar Egill Helgason var að kenna Jóni Ásgeiri um tap sparifjáreigenda.Það var  einnig út í hött þegar hann spurði Jón Ásgeir hvort hann væri tilbúinn að fara að vinna aftur í Bónus og deila kjörum með öðrum Íslendingum í uppbyggingunni.Hann hefði aldrei varpað slíkri spurningu til Björgólfs og Sigurðar Einarassonar.Silfur Egils,sem er á vegum ríkisins, var greinilega  notað hér til þess að framlengja 6 ára lögreglurannsókn og málaferli yfir Baugi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þáttur Egils er mjög eftir því sem ameríkumenn kalla "Show" og er vinsælt form á viðræðuþáttum vestra. Byggist á að mynda fyrirfram væntingar og spennu allt efir hvort um er að ræða húmor eða alvöru. Egill reynir að fá fram í dagsljósið alla fordómana með því að spyrja einsog hann heldur að "þjóðarsálin" myndi spyrja. Eiginlega hefur þetta misheppnast í þessu viðtali. Það er held ég ekkert illt sem Egill hefur persónulega upp á Jón þennan að klaga. Hins vegar finst mér að einsog fleirum að Baugur sé ekki verðugur syndaselur fyrir allt illt í okkar fjármálalífi.

Gísli Ingvarsson, 13.10.2008 kl. 10:58

2 identicon

Það er nú full langt út fyrir karakter Egils að gera svona lagað vegna þess að honum sé sagt að gera það. Þetta er alveg í samræmi við Egil, að saka menn blygðunarlaust um og að grípa fram í fyrir, þó hann hafi að vísu verið óvenju grimmur í þessu viðtali, enda aðstæður óvenjulegar og mikill hiti í öllu þjóðfélaginu.

Ég á mjög bágt með að trúa því að þetta hafi verið frá nokkru öðru en hjartanu. Hann var greinilega mjög reiður, og það þarf ekki mikið til að hann grípi fram í. Þetta er auðvitað Egill Helgason, gleymum því ekki. ;)

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband