Mánudagur, 13. október 2008
Ísland verður nú að nýta allar sínar auðlindir
Vegna fjármálakreppunnar á Islandi og mikils atvinnuleysis af völdum hennar eru nú gerbreyttar aðstæður á Íslandi. Við verðum því að nýta allar okkar náttúruauðlyndir. Við þurfum að virkja meira,bæði vatnsafl og gufuafl.Við þurfum að reisa fleiri verksmiðjur,sem nýta raforku.Við þurfum að skapa ný atvinnutækifæri, setja aukinn kraft í orkuútrásina og nýta allt það undirbúningsstarf sem hefur verið unnið til þess að undirbúa orkuútrás. Við þurfum að setja stóraukið fjármagn í háskólana og gera þeim kleift að ráða fjölda manns með góða menntun til þess að vinna að nýjum atvinnutækifærum.Og síðast en ekki síst eigum við að taka veiðiheimildirnar í hendur þjóðarinnar og leigja þær út. Þjóðin þarf á því að halda.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.