Þriðjudagur, 14. október 2008
Jafnaðarmenn á Akureyri vilja í ESB
Jafnaðarmenn á Akureyri lýsa yfir fullum stuðningi við þau sjónarmið sem formaður flokksins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur nýverið sett fram um Evrópusambandið. Fram kemur í ályktun frá þeim að innganga í ESB sé eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar.
Með sama hætti og hin íslenska landsbyggð þurfi á jafnaðarhugsjóninni að halda, sé aðild að Evrópusambandinu efnhagsleg og félagsleg nauðsyn fyrir íbúa þessa lands.
Að loknum ragnarökum nýfrjálshyggjunnar, sem við nú verðum vitni að, verður ríkisstjórnin að skilgreina samningsmarkmið aðildarviðræðna vegna inngöngu í ESB. Að þeim loknum fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um fulla aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru sem framtíðar gjaldmiðils þjóðarinnar, segir í ályktuninni sem Samfylkingin á Akureyri, 60+ á Akureyri og Ungir jafnaðarmenn á Akureyri undirrita.(mbl.is)
Æ fleiri mæla nú með aðild að ESB.Ingibjörg Sólrún,formaður,setti fram skýr sjónarmið í Mbl. í gær. Hún sagði,að verkefnið til skamms tíma væri að taka upp samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. En til langs tíma væri verkefnið að sækja um aðild að ESB. Kristni Gunnarssyni alþm. kom þetta eitthvað á óvart. En það er á stefnuskrá Samfylkingar að sækja um aðild að ESB ,ef þjóðaratkvæðagreiðsla samþykkir samningsmarkmið.
Björgvin Guðmundsson
Innganga í ESB eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.