Hverjir bera sökina?

Hvernig stendur á því að allt bankakerfið íslenska er komið á hliðina? Hverjr bera sökina? Upphafið má rekja til einkavæðingar bankanna. Það  voru stór mistök að einkavæða alla  ríkisbankana í einu og gefa þeim lausan tauminn við fjárfestingar og brask út um allan heim.Bankarnir  þöndust út og umsvif  þeirra voru orðin 12 föld þjóðarframleiðsla Íslands! Það mesta annars staðar var 4 föld þjóðarframleiðsla.

Þorvaldur Gylfason prófessor segir ,að Seðlabankinn hafi haft heimildir til þess að stöðva gífurlegar lántökur bankanna erlendis.Bankinn gat einnig aukið bindiskyldu bankanna en í staðinn var hún afnumin. Seðlabankinn gerði ekkert. Hann horfði á útþenslu bankanna með lokuð augun. Ef til vill ber Seðlabankinn mestu ábyrgðina.Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar,sem einkavæddi bankana ber einnig mikla ábyrgð og sú stjórn ber einnig mikla ábyrgð á því að hafa ekki látið Seðlabankann hafa strangt eftirlit með óhóflegum lántökum erlendis,svo óhóflegum að þær voru nær því búnar að gera Ísland gjaldþrota.Bankar og stjórnvöld bera mestu ábyrgðina,meiri en fyrirtækin sem tóku lán  hjá bönkunum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já.

En það sem mér hefur fundist dáldið skortur a uppá síðkastið er að fólk átti sig á að afskiptaleysið var með vilja gert.  Það var verið að fylgja kenningunni.  Fjármálakerfið var Laissez-fairað (látum það í friði) og átti að fúnkera og öðlast jafnvægi af eigin kröftum.  Þetta var línan sem var fylgt.

Þe. fólk segir sem svo: Af hverju gerði Seðlabanki og stjórnvöld ekkert os.frv.  Svarið er að í rauninni var eitthvað gert.  Afskiptaleysið var vísvitandi gjörningur.

En nú eu frjálshggjuguttarnir að vísu á harðahlaupum undan bulli sínu undanfarin ár og henda smjörklípum í allar áttir á flóttanum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.10.2008 kl. 11:48

2 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Þetta er allt rétt hjá þér, hverjir báru ábyrg  á þessu rugli. En nú ber Samfylkingin mesta ábyrgð , að halda Sjálfstæðiflokknum við völd. Hún á að splundra þessari ríkistjórn strax. Hún á að mynda nýja ríkistjórn með stjórnarandstöðunni sem  fyrst. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Fossætiráðherra Steingrímur Sigfússon Fjármálaráðherra  Guðjón Arnar Kristjánsson Sjávarútvegsráðherra. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Og svo skipta restinni jafnt á milli flokkanna.

Vigfús Davíðsson, 14.10.2008 kl. 12:04

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Og sukkið heldur áfram, eftir allt sem á undan er gengið. Ég var að blogga um nýja yfirmann innri endurskoðunar Nýja Landsbankans. Komist bretar og hollendingar að því hver það er, erum við í enn meiri vandræðum en komið er.

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband