Ísland nýtir gjaldeyrisskiptasamninga við Norðurlönd

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að nýta sér gjaldeyrisskiptasamninga við sem gerðir voru við Seðlabanka Noregs og Danmerkur fyrr á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Þar kemur fram að samningarnir nemi 400 milljónum evra, 200 milljónum frá hvorum banka. Þetta er jafnvirði um 60 milljarða króna samkvæmt gengi Seðlabankans í dag.

Það var þann 16. maí sem Seðlabanki Íslands gerði tvíhliða gjaldeyrisskiptasamninga við Seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Hver samningur um sig veitti aðgang að allt að 500 milljónum evra gegn íslenskum krónum eða alls 1,5 milljónum evra. Það er því ljóst að enn geta stjórnvöld fengið 1,1 milljón evra samkvæmt samningunum.(visir.is)

Það er ekki seinna vænna að nýta framangreinda gjaldeyrisskiptasamninga við Seðlabanka Svíþjóðar,Noregs og Danmmerkur.Forsætisráðherra Noregs hefur tekið vel í að hækka uppbæðina,sem samningurinn við Noreg tekur til. Áreiðanlega má hækka samningana við hin löndin einnig.

Björgvin Guðmundsson






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband