Ingibjörg Sólrún vill breytingar á Seðlabanka

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,formaður Samfylkingarinnar,sagði í viðtali við RUV í New York í gær,að Seðlabankinn ætti að vera hluti af þeirri uppstokkun bankakerfisins á Íslandi,sem nú færi fram.Bankastjórn Seðlabankans ætti að stíga til hliðar og veita forsætisráðherra nægilegt svigrúm til endurskipulagningar.Áður hefur Ágúst Ólafur Ágústsson,varaformaður Samfylkingarinnar,lýst svipaðri skoðun. Ingibjörg Sólrún færði einnig rök fyrir því í þessu viðtali,að stýrivextir ættu að lækka.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband