Nýi Glitnir tekinn til starfa

Nýr Glitnir banki hf. hefur verið stofnaður um innlenda bankastarfsemi Glitnis banka hf. Nýi  bankinn tekur yfir innlendar eignir Glitnis til þess að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna á Íslandi. Alþjóðleg starfsemi Glitnis er skilin frá. Öll útibú, þjónustuver, hraðbankar og netbanki Glitnis verða opin. 

Í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu segir, að með því að taka ákvörðun um  að flytja hluta af starfsemi Glitnis banka hf. til nýs banka, sem sé að fullu í eigu íslenska ríkisins sé tryggð áframhaldandi bankastarfsemi fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. 

Í ákvörðuninni felst m.a. að nýi bankinn yfirtekur allar innstæðuskuldbindingar í bankanum á Íslandi og sömuleiðis stærstan hluta eigna bankans sem tengjast íslenskri starfsemi s.s. lán og aðrar kröfur.

Á næstu 30 dögum mun fara fram mat óháðs aðila á verðgildi eigna og skulda og lokauppgjör.  Eigið fé nýja bankans verður 110 milljarðar króna sem ríkið leggur fram.  Stærð efnahagsreiknings hins nýja banka verður um 1200 milljarðar króna.(mbl.is)

Þá hafa tveir ríkisbankar verið stofnaðir,Nýr Landsbanki og Nýr Glitnir.Sjálfsagt verður það eins með kAUPÞING. Þó kann að vera að lífeyrissjóðirnir kaupi innlenda starfsemi  Kaupþings. Mér líst vel á það

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Nýr Glitnir stofnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband