245 milljarðar í sérsjóðum bankanna

Skilanefndir Kauþings, Landsbankans og Glitnis hafa sent Fjármálaeftirlitinu tillögur um hvernig gera eigi upp við þá sem eiga peninga í peningamarkaðs-og skuldabréfasjóðum í bönkunum. Í sjóðunum eru um 245 milljarðar króna. Lokað hefur verið fyrir viðskipti í skuldabréfa- og peningamarkssjóðum bankanna síðan á mánudaginn í síðustu viku.

Heildarupphæð í sjóðum Glitnis er um 90 milljarðar króna, í Landsbankanum er upphæðin 115 milljarðar og í Kaupþingi er talan rúmir 40 milljarðar króna. Sjóðirnir samanstanda af skuldabréfum fyrirtækja, banka, ríkisskuldabréfum og innistæðum í bönkum.

Það er misjafnt hvernig sjóðirnir standa, stærstu skuldarar í peningamarkssjóði 9 hjá Glitni eru t.d. Glitnir, Straumur og Baugur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa allar skilanefndir bankanna útfært leiðir til að gera upp við sjóðseigendur og er málið nú á borði Fjármálaeftirlitsins. Meðal þess sem rætt er um er að finna sameiginlega lausn fyrir alla bankana.(ruv.is)

 

Ekki er vitað hvað mikið fæst greitt úr umræddum sjóðum. Ef til vill verður það um helmingur.Það bætir stöðuna,að ekki munu vera nein hlutabréf í þessum sjóðum.

Björgvin  Guðmundsson

ef« Til baka

Leit

Breyta leturstærð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband