Fimmtudagur, 16. október 2008
Einkavæðingin setti bankana á hausinn
Ef bankarnir hefðu verið í eigu ríkisins í dag,ef þeir hefðu ekki verið einkavæddir,væri allt í lagi í íslensku fjármálakerfi í dag. Hvernig má það vera? Jú,ríkisbankarnir voru ekki að fjárfesta erlendis. Þeir voru ekki að taka lán erlendis til þess að geta keypt banka ytra og ýmis fyrirtæki.M.ö.o.: Ríkisbankarnir voru að sinna viðskiptavinum sínum innan lands.Þeir voru viðskiptamannabankar en ekki fjárfestingarbankar.En þegar bankarnir höfðu verið einkavæddir af Sjálfstæðisflokki og Framsókn og þeim komið í hendur einkavina þessara flokka þá var fjandinn laus. Bankarnir fóru að taka erlend lán í stórum stíl til þess að fjarfesta erlendis og til þess að lána ýmsum útrásarfyrirtækjum. Það er eins og ráðamenn bankanna hafi ekki hugsað um að það þyrfti að borga lánin til baka. Eða þá að að þeir töldu víst að þeir getu alltaf tekið ný og ný lán til þess að borga þau eldri.Óvarkárni ráðamanna bankanna var svo mikil,að þeir voru rétt búnir að gera þjóðfélagið gjaldþrota.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.