Fimmtudagur, 16. október 2008
Hárskerar hækka verðið.Allt hækkar.Á að afnema verðlagsfrelsið?
Ég fór til hárskera í morgun. Mér brá þegar ég fékk reikninginn.Hann var kominn upp í 3850 kr. fyrir einfalda klippingu.Verðið hefur verið að hækka ört á síðustu misserum.Raunar hefur allt verið að hækka,brauð hafa hækkað,matvörur hækka mikið o.s.frv. Það væri synd að segja að þeir sem búa við frjálst verðlag væru að reyna að halda verðbólgunni niður. Þessir aðilar athuga ekki,að með því að hækka allt núna eru þeir að stuðla að því að vextir haldist háir og hækki aftur.Það er slæmt fyrir atvinnulífið.Þegar allt hækkar kippir fólk að sér hendinni. Það kaupir minna og dregur það að kaupa ýmsa þjónustu. Raunar er mikil spurning hvort öll verðlagning á að vera frjáls í ástandi eins og er í dag. Það er neyðarástand og það kallar á neyðarráðstafanir.Ef til vill ætti að setja verðlagningu undir verðlagsákvæði á meðan ástandið er eins og það er. Verkafólk getur ekki hækkað laun sín frjálst eins og kaupmenn og framleiðendur og seljendur þjónustu. Verkafólk sætir kjaraskerðingu
.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.