Enn slæmt ástand í gjaldeyrismálum

Innlend greiðslumiðlun milli bankastofnana og viðskiptavina þeirra gengur vel, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Það sama á við um notkun íslenskra greiðslukorta, innanlands sem utan. Þótt innlend greiðslumiðlun sé með eðlilegum hætti verður ekki það sama sagt um greiðslur til og frá Íslandi. Þegar greitt er fyrir erlendan gjaldmiðil þurfa notendur kortanna að sjálfsögðu að gæta að genginu nú sem endranær. 



Seðlabanki Íslands hefur tekið upp tímabundna hjáleið í greiðslumiðlun gagnvart útlöndum með því að beina greiðslum bankastofnana til og frá Íslandi um eigin reikninga og reikninga erlendra samstarfsaðila Seðlabankans sem að öðru jöfnu hafa ekkert með starfsemi íslenskra bankastofnana að gera.



Vandamálin við greiðslur til og frá Íslandi stafa bæði af aðstæðum hér á landi og erlendis. Gangsetning nýrra banka flýtir því að unnt verði að leysa hnúta sem myndast hafa. Nauðsynlegt er að sem fyrst verði ljóst hvernig starfsemi Kaupþings verði háttað, að því er segir í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. (mbl.is)

Ástandið með gjaldeyrisfærslur er orðið mjög alvarlegt.Útflutningur og iðnaður er að stöðvast vegna þess að gjaldeyrisgreiðslur berast ekki. Úr þessu verður að bæta strax.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 

I
I
I

mbl.is Enn vandamál á gjaldeyrismarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband