Fimmtudagur, 16. október 2008
Ingibjörg Sólrún til starfa hér á sunnudag
Samfylkingin efnir til fundar með flokksmönnum á sunnudag kl. 15 þar sem rætt verður um þau miklu tíðindi sem orðið hafa í fjármálakerfi landsins með tilheyrandi afleiðingum fyrir heimilin í landinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar mun setja fundinn með stuttu ávarpi.
Í kjölfarið munu Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fara yfir stöðuna, aðgerðir ríkisstjórnarinnar og atburði síðustu vikna. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar stýrir fundi, að því er segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. (mbl.is)
Ingibjörg Sólrún dregur ekki af sér. Hún er í New York í dag vegna kosningarinnar í öryggisráðið,sem fram fer í dag.Og síðan heldur hún heim og strax á sunnudag mætir hún á fundi hjá Samfylkingunni.Það er útrúlegur kraftur í henni.
Björgvin Guðmundsson
T
Ingibjörg Sólrún ávarpar fund Samfylkingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.