Föstudagur, 17. október 2008
Tökum ekki lán hjá IMF með hvaða skilyrðum sem er
Miklar umræður eiga sér nú stað um það hvort Ísland eigi að taka lán hjá Alþjóððagjaldeyrissjóðnum (IMF).Sumir eru orðnir óþolinmóðir og vilja að lánið verði tekið strax. En það er betra að flýta sér hægt og athuga vel hvaða skilyrði fylgja láninu. Við tökum ekki lán með hvaða skilyrðum sem er. Við þurfum að halda uppi mikilli vinnu í landinu vegna mikils samdráttar af völdum fjármálakreppunnar. Geir Haarde vill þess vegna að ríkið auki framkvæmdir þó það þýði halla á fjárlögum. Ég er sammál honum. IMF vill ef til þess að fjárlög verði hallalaus og dregið úr framkvæmdum. Og ef til vill fer IMF fram á að við hækkum skatta og vaxta. Hvorugt kemur til greina. Við þurfum að lækka vexti meira og við getum ekki hækkað skatta þegar allur almenningur á í miklum erfiðleikum vegna mikilla verðhækkana og hækkana á húsnæðislánum.Lífskjör hafa þegar versnað hér mikið og við getum ekki skert þau meira. Við þurfum fremur að bæta lífskjörin. Ef IMF vill ekki lána okkur nema með framangreindum skilyrðum eigum við ekki að taka lán hjá þeim.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.