Föstudagur, 17. október 2008
Viljum engar herflugvélar frá Bretum
Bretar eiga að senda hingað herflugvélar til eftirlits í desember samkvæmt samkomulagi við NATO.Eftir framkomu Breta við Íslendinga tel ég ekki koma til greina að þiggja einhver varnarflug af hálfu Bretlands til Íslands. Það mundi misbjóða þjóðarstolti Íslendinga eftir það sem á undan er gengið.
Starfandi utanríkisráðherra,Össur Skarphéðinsson, virtist í morgun þeirrar skoðunar að afþakka ætti herflugvélar Breta í desember. Geir Haarde var ekki eins ákveðinn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.