Tóku Davíð og Geir ranga ákvörðun?

Það er álit margra sérfræðinga, að sú ákvorðun Seðlabankans  að synja Glitni um 150 mill.evra lán og að þjóðnýta bankann með samþykki forsætisráðherra,hafi verið röng ákvörðun.Þessi ákvörðun hafi hrundið af stað atburðarrás sem leitt hafi til gjaldþrots allra bankanna.

Formaður bankastjórnar Glitnis,Þorsteinn Már,fór á fund formanns bankastjórnar Seðlabankans og skýrði frá því,að Glitnir réði ekki við að greiða 150  millj.evra lán hjá Landesbank í Þýskalandi,á gjalddaga 15.oktober.Samkvæmt lögum á Seðlabankinn að aðstoða viðskiptabankana við að hafa nægt lausafé.Þorsteinn Már fékk aldrei svar við erindi sínu. En í staðinn barst honum fregn um að Seðlabankinn hefði ákveðið að þjóðnýta Glitni með því að kaupa 75% í bankanum.( á 84 milljarða,fjórum sinnum meira en farið var fram á)  Forsætisráðherra samþykkti þetta. Afleiðingar þessarar ráðstöfunar urðu þær,að þegar bankar og kauphallir opnuðu eftir umrædda helgi þá féll íslenska krónan meira en fyrr og verðbréf  hrundu í kauphöll. Mikið vantraust skapaðist   erlendis á íslenskum bönkum við þjóðnýtingu Glitnis.Það fór skriða af stað,sem ekki varð stöðvuð.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 365

Hvað með veðin sem Glitnir bauð?

365, 17.10.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband