Sþ.: Loforðin héldu ekki

Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ljóst að gefin loforð um stuðning við framboð Íslendinga til öryggisráðsráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki haldið. Hann telur ljóst að gjörningaveður undafarinna vikna hafi haft áhrif á framboð Íslands. ,,En það kemur dagur eftir þennan dag."

Ísland fær ekki sæti í öryggisráðinu árin 2009 til 2010 en þetta kom í ljós við atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu fyrir stundu.

,,Eftir stendur að að við höfum byggt upp samband við fjölmörg ríki og opnað dyr sem munu nýtast í framtíðinni," segir Árni Páll og bætir við að reynsla seinustu missera sanni að óvarlegt sé að treysta einungis á þjóðir í nágrenni Íslands.(ruv.is)

Ég tek undir með Árna Páli.Loforð um stuðning héldu ekki. Mörg ríki sem lofuðu okkur stuðningi hafa hætt við stuðning vegna fjárhagserfiðleika okkar.Það var lélegt hjá þeim.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband