Föstudagur, 17. október 2008
FEB:Stöndum vörð um ævisparnað og lífeyri eldri borgara
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni lýsir stuðningi sínum við alla viðleitni ríkisstjórnar Íslands til að leysa á réttlátan hátt úr fjárhagsþrengingum íslensku þjóðarinnar. Treystir félagið því að hlutur eldri borgara verði ekki fyrir borð borinn með skertum ævisparnaði þeirra og lífeyrisréttindum, segir í tilkynningu frá félaginu.
Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra sagði í viðtali ,að góðærið hefði ekki verið notað til þess að bæta kjör eldri borgara. Þar var hún að vísa til stjórnartíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. En það sama á við um fyrsta ár núverandi stjórnar. Það var ekki notað til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja þó nógir peningar væru til.Aðeins kjör þeirra sem voru á vinnumarkaði voru bætt. En hinir sem hættir voru að vinna voru skyldir eftir.Þrátt fyrir fjármálakreppu verður að bæta úr þessu Það má ekki mismuna eldri borgurum. Það verður að bæta kjör eldri borgara,sem hættir eru að vinna á sama hátt og hinna sem eru á vinnumarkaði.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.