Icelandair flytur störf til Íslands frá útlöndum

Icelandair hefur ákveðið að hætta starfsemi sérstaks þjónustuvers í Bandaríkjunum og styrkja með því grundvöll höfuðstöðvanna í Reykjavík. Með þessari ráðstöfun flytjast verkefni frá Bandaríkjunum til Íslands sem 16 einstaklingar hafa sinnt í Maryland í Bandaríkjunum.

Starfsemin á Íslandi verður efld, opnunartími lengdur og símtölum viðskiptavina bæði austan hafs og vestan svarað hér heima, samkvæmt tilkynningu.

Í þjónustuverinu starfa fargjaldasérfræðingar sem tala fjölmörg tungumál og er símtölum sjálfkrafa vísað á starfsmenn eftir því frá hvaða löndum þau berast. Eftir breytinguna verður lögð höfuðáhersla á markaðs- og sölustarf á skrifstofu félagsins í Maryland í Bandaríkjunum.

Á sama tíma verða breytingar á starfi Icelandair í Evrópu þegar sölusvæði félagsins í Frakklandi og Þýskalandi sameinast undir stjórn Einars Páls Tómassonar svæðisstjóra í Frankfurt.

Að undanförnu hefur Icelandair sett meiri þunga í markaðsstarf sitt erlendis, að hluta til með því að minnka tímabundið markaðssókn á Íslandi. Viðbrögð við aukinni markaðssókn erlendis hafa verið jákvæð, samkvæmt tilkynningu.

„Allar ákvarðanir sem teknar eru miða að því að styrkja stöðu Icelandair. Hagsmunir fyrirtækisins og Íslendinga eru að virkja markaði erlendis, til dæmis með því að vekja athygli á Íslandi sem hagstæðum áfangastað,“ segir Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair.(mbl.is)

Þetta er fagnaðarefni. Ættu fleiri fyrirtæki með starfsemi erlendis að taka sér Icalandair til fyrirmyndar í þessu efni og flytja störf heim eftir því, sem mögulegt er. Það  eykur vinnu á Íslandi og á því er mikil þörf.

Björggvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Þjónustuver í Bandaríkjunum flutt til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bullshit! Þori að hengja mig upp á að það er lægri launakostnaður á Íslandi sem veldur þessum flutningum frá Bandaríkjunum, en ekki umhyggja fyrir íslensku þjóðfélagi. Nú verður nóg af ódýru vinnuafli, með alíslenskt blóð í æðum, á Íslandi.

Fröken frekja (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband