Margir að hætta í byggingariðnaði

Miklir óvissutímar eru framundan í byggingariðnaði og erfitt að segja til um hvað framtíðin ber í skauti sér. Loftur Árnason, framkvæmdastjóri ÍSTAK, segir ljóst að mikið samdráttarskeið sé framundan. Á þriðja hundrað starfsmenn hætta störfum hjá ÍSTAK um næstu mánaðarmót.

Loftur segir  líklegt að mikil stöðnun verði í byggingariðnaði næstu árin ef ekki komi til opinberar stórframkvæmdir. „Staðan er sú að það verður mjög mikið atvinnuleysi í byggingariðnaði ef ekki koma til mannaflafrekar framkvæmdir.“

Loftur segir orðið ljóst að mikið umfram framboð sé á fasteignamarkaði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og í þeirri stöðu sé ekki ráðlegt að byggja íbúðarhúsnæði til sölu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Á þriðja hundrað að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband