Helmingur vill í ESB

Tæplega fimmtíu prósent þjóðarinnar er hlynnt aðild að Evrópusambandinu (ESB) en tæplega þriðjungur er henni mótfallinn. Sjötíu prósent vill að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður um inngöngu Íslands í ESB. Aðeins 17,5 prósent eru andvíg þessari leið. Meirihluti er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu innan allra flokka.

Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent Gallup vann fyrir hóp áhugafólks um Evrópumál innan Framsóknarflokksins. Þar kemur fram að 48,7 prósent kjósenda eru hlynnt aðild að ESB en 27 prósent eru andvíg aðild. Mest fylgi við ESB-aðild er meðal kjósenda Samfylkingarinnar, væri gengið til kosninga nú, eða 78,5 prósent. Rúm 35 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks eru mjög eða frekar hlynnt aðild en 32,2 prósent frekar eða mjög andvíg. Tæplega tíu prósent kjósenda Samfylkingar eru andvíg ESB-aðild. Svipað hlutfall kjósenda Vinstri grænna og Framsóknarflokks er mjög eða frekar hlynnt ESB-aðild. Mun fleiri kjósendur Vinstri grænna eru andvígir aðild samanborið við aðra flokka.

Athygli vekur að meirihluti kjósenda allra flokka eru mjög eða frekar hlynntir því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um inngöngu Íslands í ESB. Þar fara kjósendur Samfylkingar fremstir með 83 prósent og Vinstri grænna með 78 prósent. Tæp sjötíu prósent framsóknarmanna vilja þjóðaratkvæðagreislu en rétt rúmlega helmingur þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, væri gengið til kosninga í dag.

Mun fleiri karlar eru mjög eða frekar hlynntir aðild að ESB eða 54,6 prósent á móti 41,5 prósentum kvenna. Þegar hugur kynjanna til þjóðaratkvæðagreiðslu er skoðaður snúast hlutföllin við þar sem 76,3 prósent kvenna eru mjög eða frekar hlynnt á móti 64,3 prósentum karla. Rúm 12 prósent karla eru mjög andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu en aðeins 2,8 prósent kvenna.

Könnunin var unnin um síðustu mánaðamót með 1.200 manna úrtaki. Svarhlutfall var 68,9 prósent.(visir.is)

Ljóst er það er meirihluti þjóðarinnar fylgjandi því að Ísland gangi í ESB.Og enn fleiri eru fylgjandi því  að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort hefja eigi aðildarviðræður.Sennilega væri skynsamlegast að láta slíka atkvæðagreiðslu fara fram næsta vor.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband