48% með Obama,44 % með McCain

Fjögur prósentustig skilja að forsetaframbjóðendurna John McCain og Barack Obama, samkvæmt nýjustu könnun Reuters fréttastofunnar. Bilið milli þeirra hefur mjókkað eftir sjónvarpskappræðurnar í vikunni.

Könnunin, sem Reuters fréttastofan birti í morgun, sýnir að 48% af líklegum kjósendum ætla að greiða Barack Obama atkvæði. 44% styðja keppinaut hans, John McCain. Skekkjumörk í könnuninni eru 2,9%.

John Zogby, sem vinnur kannanir um fylgi forsetaframbjóðendanna fyrir Reuters og C-Span sjónvarpsstöðina, hefur stöðugt spurst fyrir um fylgið við þá síðastliðna 12 daga. Hann segir að forysta Obama hafi verið nokkuð stöðug, allt frá tveimur og upp í 6 prósentustig. Ljóst sé að stuðningur Repúblíkana við sinn mann, John McCain, sé 91%. Aftur á móti styðji ekki nema 88% Demókrata Barack Obama. Hann hafi hins vegar 16 prósentustiga forskot á McCain meðal óháðra kjósenda. Dagana 18 fram að kosningum verði McCain því að einbeita sér að því að ná til þeirra ætli hann að hreppa forsetaembættið.

John Zogby segist merkja að fylgi við John McCain hafi aukist eftir sjónvarpskappræður andstæðinganna. Þá bendir hann á að Barack Obama hafi 7% forskot meðal kvenna sem hugsa sér að kjósa. Það fylgi hafi þó dregist saman um 4% síðustu daga. Það þýði væntanlega að konur úr röðum Repúblíkana séu að skipta um skoðun þessa dagana.

Ralph Nader, frambjóðandi óháðra, mælist með 2% fylgi um þessar mundir, og Bob Barr, frambjóðandi frjálshyggjumanna, fær 1 prósent.(ruv.is)

Ég horfði á síðustu kappræður frambjóðendanna. Rætt var um innanlandsmál.Þarna heyrði ég vel hver helstu stefnumál Obama eru. Gat ég ekki betur heyrt en að hann hefði  svipaða stefnu í innanlandsmálum og jafnaðarmenn í V-Evrópu hafa.Vona ég,að Obama hafi sigur.

Björgvin Guðmundsson

´« 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband