Ingibjörg Sólrún komin heim í pólitíkina

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að ljóst sé að staðan sé mun alvarlegri heldur en talið var í upphafi og ljóst sé að veturinn verði erfiður og næsta ár eigi eftir að reynast okkur mjög erfitt. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar á fundi flokksfélaganna í dag.

Ingibjörg Sólrún þakkaði Össuri Skarphéðinssyni, Jóhönnu Sigurðardóttur og Björgvini G. Sigurðarsyni, fyrir hvernig þau hafi staðið sig í þessu ólguveðri sem nú hefur geisað í hennar fjarveru.

„Sérstaklega vil ég vekja sérstaka athygli á Björgvini G. Sigurðssyni, viðskiptaráðherra, er til efs að nokkur ungur ráðherra hafi nokkurn tíma þurft að fara í gegnum sömu eldskírn og hann hefur þurft að gera að undanförnu."

 

„Þá skiptir auðvitað máli hverjir eru að takast á við verkefnin í ríkisstjórn Íslands. Ég tel það algjört grundvallaratriði að jafnaðarmenn siti í ríkisstjórn á Íslandi (mbl.is)

Ég býð Ingibjörgu Sólrúnu velkomna  heim og til starfa á ný í pólitíkinni. Vonandi fær hún sem fyrst fullan bata.Það er rétt,að það er mikilvægt,að jafnaðarmenn séu í stjórn þegar fyrir höndum eru erfiðar ráðstafanir. Það þarf að verja lífskjör launfólks og það þarf að slá skjaldborg um velferðarkerfið.

 

Björgvin Guðmundsso


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband