Einhugur í ríkisstjórn um lán frá IMF?

Erinhugur ríkir um það innan ríkisstjórnarinnar að sækja um lán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem allra fyrst. Forysta Samfylkingarinnar sagði í gær að flokkurinn hefði lagt þunga áherslu á að ríkisstjórnin leitaði aðstoðar sjóðsins. Þá eru sjálfstæðismenn sama sinnis samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Aðeins á eftir að fara yfir þær forsendur sem sjóðurinn gefur sér sem og þau skilyrði sem hann setur fyrir láninu og eru sérfræðingar ríkisstjórnarinnar að fara yfir þau með henni. Stíf fundahöld voru um málið innan ríkisstjórnarinnar í gær. Búist hafði verið við að ákvörðun yrði tekin um helgina en eitthvað varð til þess að tefja málið.

 

 

Heimildamenn Morgunblaðsins segja að verið sé að semja við fulltrúa sjóðsins um skilyrði hans fyrir láni, en Geir sagði í gær af og frá að sjóðurinn setti ríkisstjórninni einhverja afarkosti. Í samtali við Ríkisútvarpið í gærkvöldi sagði Geir ákvörðunina ekki einfalda og að ekki væri um neyðaraðstoð að ræða heldur fremur „samstarf um efnahagsaðstoð sem grípa þurfi til“.(mbl.is)

Brýnt er nú orðið að ganga fra lánsumsókn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) svo unnt sé að  koma gjaldeyrismálum landsins í eðlilegt horf.Auk þess bendir allt til þess að íslenska ríkið þurfi að greiða verulegar upphæðir vegna þrots bankanna.Sagt er,að engin óaðgengileg skilyrði fyrir láni verði sett.Ég fagna því og ítreka,að  ekki má koma í veg fyrir,að  ríkið auki framkvæmdir vegna mikils samdráttar og algert skilyrði okkar er,að velferðarkerfið haldist óskert.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Einhugur um að sækja um lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég má til með að smella þessi inn hérna, ég var að pika þetta inn hjá mér í morgun og vonandi er mér það fyrirgefið og ég vona að þú samþykkir þessa athugasemd.

Hlutskipting launa bankastjóra skal gerð eins og með sjómenn !

Las það hjá kermit að nú hafi einhver banki þar í landi (Þýskalandi) óskað eftir því að eitt skilyrðanna er að bankastjórar mega ekki fá meira en 75 milljónir í árslaun. En það eru enginn smá laun fyrir að bera ábyrgðina á öllu verð ég að segja. Bankastjórar bera sömu ábyrgð og sem dæmi skipstjórar, þeir eru ábyrgir fyrir afkomunni, ef skipstjóri fiskar vel fá allir vel borgað, bæði hann og hans undirmenn og þá meina ég allir, ef það fiskast illa þá fá þeir minna í sinn hlut og oftar en ekki er skipt um skipstjóra sem fiskar illa, þeir eru látnir taka pokann sinn. Ef bankinn græðir vel fá bankastjórar feita bónusa, kaupréttasamninga og millistjórnendur eitthvað minna, en Lalli húsvörður og Gunna gjaldkeri fá ekki neitt ef það "fiskast" vel hjá bankanum, þetta þarf að skoða betur að mínu mati og hætta að gera svona ofurlaunasamninga við bankastjóra. Svo hefur þetta líka jákvæð áhrif hjá undirmönnum þeirra, ef bankinn "fiskar" vel þá sjá allir í bankanum að þeim verði umbunað svo gulrótaráhrifin virka frá efstu stöðu í neðstu stöður og allir græða.

Sævar Einarsson, 20.10.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband