Mánudagur, 20. október 2008
Þjóðin stakk hausnum í sandinn
Þjóðinni bárust ýmis varnaðarorð vegna yfirvofandi fjármálakreppu.Það bárust viðvaranir frá ýmsum erlendum sérfræðingum svo sem við Den Danske Bank.Og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur ritaði viðvaranir hvað eftir annað.En íslenska þjóðin vildi ekki trúa neinu slæmu. Hún stakk hausnum í sandinn.Þetta átti við ríkisstjórnina,Seðlabankann,Fjármálaeftirlitið og allan almenning.
Bílainnflutningur jókst þegar boðað var að slæmir tímar væru í vændum!.Þegar sem mest var skrifað erlendis um slæma þróun á Íslandi gerðu Íslendingar út sendirnefndir til útlanda til þess að fegra mynd Íslands. En það hvarflaði ekki að neinum að láta rannsaka þróun bankanna og hvort mögulegt væri fyrir þá að komast út úr "krísunni".Bankarnir sögðu alltaf að endurfjármögnun yrði í lagi. Og því var trúað .Stjórnvöld gerðu ekkert.Seðlabankinn gerði ekki neitt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
lausnin?
http://bylting-strax.blog.is/blog/bylting-strax/entry/679599Orgar, 20.10.2008 kl. 12:09
Allar þessar mörgu og alvarlegu aðvaranir kalla þau Geir og Ingibjörg nú "eftirá skýringar."
Það sem ég óttast mest í stöðunni núna Björgvin er að ríkisstjórnin setji á neyðarlög og geri lífeyrissjóði okkar upptæka.
Kv.
Árni Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.