Ísland getur fengið hraðferð inn í ESB

Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ítrekar í viðtali við AFP fréttastofuna í dag að viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu myndu ekki taka langan tíma. Rehn lýsti sömu skoðun í september þegar hann ræddi við íslenska þingmenn í svonefndri Evrópustefnunefnd.

„Ísland er augljóslega lýðræðisríki, sem hefur þegar gert samninga um líklega 2/3" af  regluverkinu sem þarf að að fá aðild að ESB. „Þetta þýðir, að ef Ísland myndi óska eftir aðild yrði hægt að ljúka viðræðum á skömmum tíma." 

Rehn segist þó enn reikna með því að Króatía, sem hóf aðildarviðræður fyrir þremur árum, verði næsta aðildarríki ESB en þau eru nú 27. Stjórnvöld í Zagreb vonast til að fá aðild árið 2010. (mbl.is)

Áður hefur verið sagt,að viðræður um aðild Íslands að ESB mundu ekki taka nema 8-9 mánuði. Ef Ísland hefði verið aðili að ESB hefði landið ekki lent í þeirri fjármálakreppu,sem við erum lent í. ESB hefði aldrei leyft allar þær lántökur erlendis,sem bankarnir hafa stofnað til. En auk þess hefði Seðlabanki Evrópu séð bönkunum fyrir nægu lausafé.Ef við fáum viðunandi samning um sjávarútvegsmál,eigum við að fanga inn í ESB.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Ítrekar að Ísland fengi hraðferð inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband