Þriðjudagur, 21. október 2008
Einkavæðing bankanna mistókst
Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni: Einkavæðing bankanna mistókst.Þar segir svo m.a.:
Einkavæðing bankanna mistókst.Helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar stóð fyrir einkavæðingu bankanna og samkvæmt gömlu helmingaskiptareglunni voru bankarnir afhentir einkavinum stjórnarflokkanna.Það var ekkert hugsað um það að bankarnir lentu í höndum aðila,sem kynnu að reka banka.Þorvaldur Gylfason prófessor hefur bent á það, að það hafi verið mikil mistök að tryggja ekki að bankarnir færu í hendur aðila,sem væru hæfir til þess að reka banka.Einkavæðingarnefnd var mjög óánægð með framgöngu flokksforingjanna við einkavæðinguna og sögðu lykilmenn í nefndinni sig úr henni af þeim sökum. Framkvæmd einkavæðingarinnar voru fyrstu og einhver alvarlegustu mistökin,sem gerð voru í þessu ferli, en næstu mistökin voru þau,að bankarnir voru eftir einkavæðingu látnir dansa lausir og stofna til óheyrilegra skulda erlendis.Seðlabankinn hefur heimildir til þess að auka bindiskyldu bankanna og á þann hátt að takmarka fjárráð þeirra og bankinn hefði einnig getað takmarkað lántökur þeirra erlendis.En Seðlabankinn sat aðgerðarlaus með hendur í skauti og gerði ekkert til þess að takmarka umsvif bankanna og lántökur erlendis.Sama er að segja um Fjármálaeftirlitið. Það gerði ekkert þegar umsvif bankanna erlendis margfölduðust og lántökur jukust dag frá degi
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.