Samkomulag um lán frá IMF?

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á von á því að samkomulag náist við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðstoð við Íslendinga síðar í dag eða á morgun. Þetta sagði hann eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum.

Björgvin sagði enn fremur að skilmálar sjóðsins væru ekki óyfirstíganlegir en sagðist ekki getað greint frá þeim því það var brot á trúnaði. Þá sagði hann að hugsanlegt lán frá Rússum ekki inni í pakka Alþjóðagjaldeyrissjóðsins heldur væri það á hendi Seðlabankans.

Bæði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sögðu eftir ríkisstjórnarfundinn að hægt væri að sætta sig við skilmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Aðspurð hvort ekki hefði farið of langur tími í aðgerðir sagði Ingibjörg: „Jú, auðvitað hefði maður viljað sjá þetta ganga hraðar fyrir sig."

Þá benti Ingibjörg enn fremur á að aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri aðgöngumiði að því að fá lán úr fleiri áttum. (visir.is)

 

Stjórnarandaðan

   kvartar yfir því,að ekki sé haft samráð við hana um þetta stórmál.Ég tel það réttmæta athugasemd. Auðvitað á að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um málið.Þetta mál er ekki flokkspólitískt. Þetta getur verið þverpólitískt mál.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband